Hvernig leggja skal fram kæru
Kærueyðublað
Hvernig hlaða á niður kærueyðublaðinu
Eyðublaðið virkar eingöngu með Adobe Reader 9 eða nýrri útgáfu og styðst eingöngu við stýrikerfi Windows og OS X. Tryggið að búið sé að setja upp Adobe Reader í tölvunni (niðurhal aðgengilegt á www.adobe.com).
1. Vistið afrit af eyðublaðinu
- Hægrismellið á hlekkinn eða táknmyndina hér fyrir ofan
- Veljið einn valkostinn sem kemur upp á vafranum „Save target as“, „Save link as“ eða „Download linked file as...“
- Vistið eyðublaðið á tölvunni á sérvalinni staðsetningu.
2. Fyllið út eyðublaðið
- Opnið vistað eintak af eyðublaðinu í Adobe Reader frá sérvöldu staðsetningunni.
- Fyllið út eyðublaðið og vistið.
- Þegar búið er að fylla út eyðublaðið skal það prentað út, undirritað og sent í pósti til Mannréttindadómstólsins.
Kærur sendar
Kærur til Mannréttindadómstólsins verður að senda í pósti á eftirfarandi heimilisfang:
Madame la Greffière
Cour européenne des droits de l’homme
Conseil de l’Europe
67075 Strasbourg Cedex
FRANCE
Athugið að þegar kæra er send í gegnum bréfsíma þá rýfur það ekki 4 mánuði kærufrestinn.
Hvernig fylla skal út kærueyðublaðið
Ef kæra aðila er ekki fyllilega útfyllt mun Mannréttindadómstóllinn ekki taka hana til skoðunar og því er nauðsynlegt að aðili fylli vandlega út alla hluta kærueyðublaðsins.
Skýringar varðandi útfyllingu kærueyðublaðsins
Algeng mistök (Aðeins á frönsku)
Hópkærur
Ef kærendur eru fleiri en tíu skal fyrirsvarsmaður leggja fram, auk kærueyðublaðsins og gagnanna, töflu þar sem settar eru fram þær kenniupplýsingar sem krafist er fyrir hvern kæranda.
Viðbót fyrir marga kærendur (Aðeins á frönsku)
Umboðseyðublað
Hvernig skal hala niður umboðseyðublaði
Eyðublaðið virkar eingöngu með Adobe Reader 9 og nýrri útgáfu og styðst eingöngu við stýrikerfi Windows og OS X. Tryggið að búið sé að setja upp Adobe Reader í tölvunni (niðurhal aðgengilegt á www.adobe.com).
1. Vistið afrit af eyðublaðinu
- Hægrismellið á hlekkinn eða táknmyndina hér fyrir ofan
- Veldu einn valkostinn sem kemur upp á vafranum „Save target as“, „Save link as“ eða „Download linked file as...“
- Vistið eyðublaðið á tölvunni á sérvalinni staðsetningu.
2. Fyllið út eyðublaðið
- Opnið vistað eintak af eyðublaðinu í Adobe Reader frá sérvöldu staðsetningunni.
- Fyllið út eyðublaðið og vistið.
- Þegar búið er að fylla út eyðublaðið skal það prentað út, undirritað og sent í bréfpósti til Mannréttindadómstólsins.
Hvenær skal nota umboðseyðublaðið
Eingöngu skal nota þetta umboðseyðublað ef kærandinn hafði ekki fyrirsvarsmann þegar kærueyðublaðið var fyllt út eða ef kærandinn vill skipta út þeim fyrirsvarsmanni sem var tilgreindur í kærueyðublaðinu sem þegar hefur verið lagt fyrir dómstólinn.